nýtt blogg

Hæ Jónfríður heiti ég og langar mig að prufa að blogga aftur en ég hef ekki bloggað í mörg ár, ég ætla mér að reina að hafa þetta blogg sem fjölbreittast bæði koma með smá úr mínu lífi það sem ég er að gera og koma með gömul og góð húsráð við ýmsum hlutum sem mér finnst virka.  Ég er einstæð móðir sem bý heima hjá foreldrum mínum og systkinum en stefnan er að geta komið sér í sitt eigið húsnæði með tímanum hvenær sem það verður, ég spila á nokkur hljóðfæri og reini að stunda hestamennsku eins mikið og ég get.  Ég starfa sem matráður á dvalarheimili en ég byrjaði í því starfi núna í júní 2016 en áður starfaði ég sem skólaliði í leikskóla en ég var búin að fá alveg nó af því starfi enda búin að starfa við leikskólan í 4 ágæt ár.

 

Helgin er búin að vera viðburðarík ég fór í smalamennskur á laugardaginn en leitinar gengu ágætlega þó svo að dagurinn hjá mér var pínu brösulegur ég var ekki á þægilegasta hestinum til þess að smala kjarrið þar sem að hann er skapvondur en þar sem að ég lenti í því að fara á vitlausum stað upp í kjarrinu þá lenti ég í ansi þykkur og miklu kjarri og til þess að toppa allt að þá komst ég ekki það sem að ég þurfti að komast þar sem að ég lenti einnig í því að standa fyrir neðan barð sem er hærra en ég með hestinn í taumi inn í miðju kjarri svo að ég þurfti að finna mér leið til baka og aðra leið út úr kjarrinu sem tókst með endanum en skapið á hestinum var ekki orðið skemmtilegt út af þessu veseni því að þegar að ég steig á bak og var varla komin í hnakkinn þá ákvað klárinn að hrekkja mig á versta stað og ég ekki komin alveg í hnakkinn eða búin að ná öðru ístaðinu en ég náði að halda mér og stoppa klárinn í hrekkjunum án þess að detta af baki.

Þegar að loksins var búið að smala þá var fjársafninu komið heim í rétt og byrjað að rétta en ég fór ekki í réttirnar sjálfar þar sem að ég fékk tak í bakið en ég ætla að vona að ég geti skroppið í næstu rétt sem er eftir hálfan mánuð en ég mun smala þá eins og núna þar sem að ég á frí aðra hverja helgi.  Ég ætla ekki hafa þetta neitt lengra núna en ég mun setja inn færssmölunlu aftur von bráðar.

því miður fæ ég ekki myndina til að snúa rétt svo að hún verður bara að vera svona.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir

Höfundur

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjálmhúfa
  • IMG 234889
  • P1050463
  • Álfagil
  • hvort er nú þrjóskara?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband