PCOS

Ég hef verið að berjast við sjúkdóm sem kallast PCOS eða fjölblöðrueggjastokka heilkenni, þessi sjúkdómur er því miður ættgengur og er hann í bæði föður og móður ætt og þurfti ég að vera svo óheppin að greinast með þennan sjúkdóm þegar að ég var 18 ára gömul svo þegar að ég er 19 ára fékk þær fréttir frá lækninum að ég fengi um tvennt að velja og það væri að láta fjarlægja eggjastokkana eða þá að reina að eignast barn strax með hjálp lækna en mér fannst ég vera of ung til þess að taka þessa erfiðu ákvarðanir svo að ég gaf aldrei svarið sem ég átti að gefa mánuði seinna en þarna var ástandið svo slæmt að eitthvað þurfti að gera svo að það endaði með því að ég gerði ekki neitt.

Árið 2009 kynntist ég yndislegum strák og vorum við saman í tvö ár áður en við slitum sambúð en á þessum tíma eignuðumst við yndislega stelpu sem er nú að verða 5 ára, svo að ég sé alls ekki eftir því að hafa sleppt því að gefa læknunum svarið sem ég átti að gefa þegar að ég var 19 ára þar sem að ég varð ófrísk þegar að ég varð 23 ára og þurfti sem betur fer enga hjálp við að verða ófrísk með einhverjum lyfjum heldur var nó hjá mér að taka mataræðið í gegn en ég átti ekki geta eignast barn nema svo að fá hjálp frá læknum en allt kom fyrir ekki kraftaverkið gerðist.

Núna í vetur kom svo upp að sjúkdómurinn var að byrja að þróa hjá mér sykursýki sem ég var ekki sátt við, ég tók eftir því að ég var farin að þyngjast óvenjulega mikið og var orðin lang þreitt á því þar sem að það var alveg sama hvað ég hætti að borða af óhollu og hreyfði mig meira þá bætti ég alltaf meira og meira á mig og var það enga vegin að gera sig svo úr varð að ég leitaði að aðstoð lækna upp á að reina að létta mig og þá kom þetta upp að ég væri á mörkunum að vera með sykursýki og var því sett á lyf við því en lyfin hjálpuðu mér ekki bara við að lækka blóðsykurinn heldur hef ég misst 8 kíló síðan að ég byrjaði á lyfjunum, því miður sést það ekki á mér að ég hafi lést um 8 kíló síðan í apríl en ég er ekki hætt ég ætla mér að ná fleiri kílóum af mér og vonandi mun þá fara sjást að ég sé farin að grennast, ég er ekkert að flíta mér að léttast því að ég vil léttast hægt en ekki hratt því að ég hef meiri áhyggjur af því að ef ég léttist hratt að þá fari ég að bæta kílóunum á mig aftur og það vil ég ekki.  Ég ætla að láta link fylgja með fyrir þá sem eru forvitnir hvað pcos er og hverju þessi sjúkdómur veldur yfirleitt.

http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=227:pcos-eea-fjoelbloeerueggjastokka-heilkenni&catid=6:likaminn&Itemid=19

 

vonandi fær linkurinn að vera inni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir

Höfundur

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjálmhúfa
  • IMG 234889
  • P1050463
  • Álfagil
  • hvort er nú þrjóskara?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband