réttir í flekkudalsrétt

Í dag var verið að smala flekkudalinn í Dalasýslu, það hafa ekki margir komið inn þennan dal en þeir sem hafa komið inn í dalinn segja að þetta sé algjör náttúruperla því að að sé fallegt inn í dalnum sem er rétt.  Sumar leiðir eru ekkert vel greiðfærar þegar að er verið að smala ekki frekar en annars staðar á landinu en allt skal þetta hafast og kindurnar skulu fara niður af fjalli og heim sama hvað tautar og raular jú auðvitað verða alltaf eftir einhverjar kindur sem að finnast ekki en þær eru svo sóttar um leið og einhver af bændunum sér þær og eru þeim komið inn og látið vita til þeirra bænda sem eiga kindurnar svo þeir geti komið og sótt sitt fé.  Ekki kom margt fé núna í seinni leitum en það kom slatta í fyrri leitum svo það er ekki alltaf hægt að ætlast til þess að margt fé skili sér í seinnileitum en allavega þá kom fleira fé núna í seinni leitum heldur en í fyrra sem má segjast mjög gott.  Smalamennskur gengu slysalaust fyrir sig en auðvitað eru alltaf einhverjar kindur sem eru þrjóskar og vilja ekki fara það sem við viljum að þær fari svo að oft skapast dálítill eltingaleikur við kindurnar og ekki alltaf á besta staðnum til að eltast við svona þrjóskar kindur.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir sem sýnir bæði smalamennskunar og hversu fallegt landslag er inn í dalnum.

 

Hvort er nú þrjóskara kindurnar eða smalinn?Álfagil

Séð inn Álfagil sem er staðsett í flekkudalnum og við þetta gil stendur gömul hlaðin rétt, og myndin af kindunum og smalanum er einnig tekin inn í Álfagilihvort er nú þrjóskara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir

Höfundur

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjálmhúfa
  • IMG 234889
  • P1050463
  • Álfagil
  • hvort er nú þrjóskara?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband