margt í gangi

Í gær tókum við kindurnar inn og svo í dag vorum við að sórtera þær tókum allar mislitar kindur og settum í sér kró þar sem að það á að taka af á þriðjudagin.

Eftir að ég var búin að klára það sem að ég átti að gera í fjárhúsunum þá fór ég að dunda mér heima og náði ég að klára eina ungbarnahúfu sem ég ætla að gefa í vöggugjöf en ég á eftir að prjóna meira því að ég er einnig að selja föt sem ég er að prjóna ég er ekki alveg 100% í saumaskapnum enþá svo að ég er ekki farin að sauma mikið að fötum til að selja en það kemur vonandi að því.  Næstu tvo daga er ég í fríi frá vinnunni svo að ég get dundað mér eitthvað við að prjóna til að selja en hversu mikið ég næ að prjóna yfir þessa tvo daga verður að koma í ljós.hjálmhúfa

 

Hér kemur mynd að húfunni sem ég náði að prjóna í dag.


Breytingar til hins góða??

Fólk er alltaf að tala um að breytingar séu til hins góða en ég ætla mér að setja stórt spurningarmerki um þetta því að í sumar ákvað ég að skipta um vinnu þar sem að mér leið illa orðið á gamla vinnustaðnum, en jú í þessari nýju vinnu leið mér rosalega vel og var farin að blómstra í vinnunni og alltaf að koma mér smátt og smátt inn í að rekstur eldhúsins en ég tek það fram að ég er hvorki lærður kokkur né matráður en ég var að starfa sem matráður, jú það tekur tíma að komast inn í rekstur fyrirtækis en því miður fékk ég ekki að komast afmennilega inn í þetta skemtilega og gefandi starf það sem að það kom nýr boss og ákvað að breyta miklucry en jú það þurfti að fara eftir einhverjum rammasamningum sem eru að ná yfirhöndina yfir hlutunum svo að nú var gerð sú krafa að það þyrfti að vera lærður kokkur í starfinu svo að mér var sagt upp störfum frá og með 1. janúar 2017 og verð því atvinnulaus eftir áramótcry þar sem að lítil sem engin vinna er að fá í mínu sveitarfélagi en ég mun finna mér eitthvað til að dunda við á meðan að ég hef enga vinnu, mér finst mjög líklegt að ég þurfi að fara út fyrir mitt sveitarfélag til að leita mér að vinnu en hvar er stóra spurningin það á allt eftir að koma í ljós næsta sumar ef ég get ekki fengið neina vinnu í sveitarfélaginu mínu.  En nó um þetta og yfir í annað.

 

Ég ákvað að prófa eitt húsráð sem að ég sá og ég get sagt að þetta húsráð virkar í 95% tilfella.  Mamma á rosalega fína hvíta síða peysu sem hefur litast bleik í þvotti einhvern tíman og þegar að ég setti í þvottarvélina í dag ákvað ég að prófa að setja matarsóda í forþvottarhólfið, þvottarefni í hitt þvottarhólfið og svo mýkingarefni í sitt hólf og stilti þvottarvélina á 40°c og viti menn peysan kom hvít út en ekki bleik svo að allavega í þetta skiptið virkaði að setja matarsóda svo að þetta er eitthvað sem ég mun prófa aftur við tækifæri smile


PCOS

Ég hef verið að berjast við sjúkdóm sem kallast PCOS eða fjölblöðrueggjastokka heilkenni, þessi sjúkdómur er því miður ættgengur og er hann í bæði föður og móður ætt og þurfti ég að vera svo óheppin að greinast með þennan sjúkdóm þegar að ég var 18 ára gömul svo þegar að ég er 19 ára fékk þær fréttir frá lækninum að ég fengi um tvennt að velja og það væri að láta fjarlægja eggjastokkana eða þá að reina að eignast barn strax með hjálp lækna en mér fannst ég vera of ung til þess að taka þessa erfiðu ákvarðanir svo að ég gaf aldrei svarið sem ég átti að gefa mánuði seinna en þarna var ástandið svo slæmt að eitthvað þurfti að gera svo að það endaði með því að ég gerði ekki neitt.

Árið 2009 kynntist ég yndislegum strák og vorum við saman í tvö ár áður en við slitum sambúð en á þessum tíma eignuðumst við yndislega stelpu sem er nú að verða 5 ára, svo að ég sé alls ekki eftir því að hafa sleppt því að gefa læknunum svarið sem ég átti að gefa þegar að ég var 19 ára þar sem að ég varð ófrísk þegar að ég varð 23 ára og þurfti sem betur fer enga hjálp við að verða ófrísk með einhverjum lyfjum heldur var nó hjá mér að taka mataræðið í gegn en ég átti ekki geta eignast barn nema svo að fá hjálp frá læknum en allt kom fyrir ekki kraftaverkið gerðist.

Núna í vetur kom svo upp að sjúkdómurinn var að byrja að þróa hjá mér sykursýki sem ég var ekki sátt við, ég tók eftir því að ég var farin að þyngjast óvenjulega mikið og var orðin lang þreitt á því þar sem að það var alveg sama hvað ég hætti að borða af óhollu og hreyfði mig meira þá bætti ég alltaf meira og meira á mig og var það enga vegin að gera sig svo úr varð að ég leitaði að aðstoð lækna upp á að reina að létta mig og þá kom þetta upp að ég væri á mörkunum að vera með sykursýki og var því sett á lyf við því en lyfin hjálpuðu mér ekki bara við að lækka blóðsykurinn heldur hef ég misst 8 kíló síðan að ég byrjaði á lyfjunum, því miður sést það ekki á mér að ég hafi lést um 8 kíló síðan í apríl en ég er ekki hætt ég ætla mér að ná fleiri kílóum af mér og vonandi mun þá fara sjást að ég sé farin að grennast, ég er ekkert að flíta mér að léttast því að ég vil léttast hægt en ekki hratt því að ég hef meiri áhyggjur af því að ef ég léttist hratt að þá fari ég að bæta kílóunum á mig aftur og það vil ég ekki.  Ég ætla að láta link fylgja með fyrir þá sem eru forvitnir hvað pcos er og hverju þessi sjúkdómur veldur yfirleitt.

http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=227:pcos-eea-fjoelbloeerueggjastokka-heilkenni&catid=6:likaminn&Itemid=19

 

vonandi fær linkurinn að vera inni.


réttir í flekkudalsrétt

Í dag var verið að smala flekkudalinn í Dalasýslu, það hafa ekki margir komið inn þennan dal en þeir sem hafa komið inn í dalinn segja að þetta sé algjör náttúruperla því að að sé fallegt inn í dalnum sem er rétt.  Sumar leiðir eru ekkert vel greiðfærar þegar að er verið að smala ekki frekar en annars staðar á landinu en allt skal þetta hafast og kindurnar skulu fara niður af fjalli og heim sama hvað tautar og raular jú auðvitað verða alltaf eftir einhverjar kindur sem að finnast ekki en þær eru svo sóttar um leið og einhver af bændunum sér þær og eru þeim komið inn og látið vita til þeirra bænda sem eiga kindurnar svo þeir geti komið og sótt sitt fé.  Ekki kom margt fé núna í seinni leitum en það kom slatta í fyrri leitum svo það er ekki alltaf hægt að ætlast til þess að margt fé skili sér í seinnileitum en allavega þá kom fleira fé núna í seinni leitum heldur en í fyrra sem má segjast mjög gott.  Smalamennskur gengu slysalaust fyrir sig en auðvitað eru alltaf einhverjar kindur sem eru þrjóskar og vilja ekki fara það sem við viljum að þær fari svo að oft skapast dálítill eltingaleikur við kindurnar og ekki alltaf á besta staðnum til að eltast við svona þrjóskar kindur.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir sem sýnir bæði smalamennskunar og hversu fallegt landslag er inn í dalnum.

 

Hvort er nú þrjóskara kindurnar eða smalinn?Álfagil

Séð inn Álfagil sem er staðsett í flekkudalnum og við þetta gil stendur gömul hlaðin rétt, og myndin af kindunum og smalanum er einnig tekin inn í Álfagilihvort er nú þrjóskara?


jólagjafirnar

Þeir sem að þekkja mig vita að mér finnst skemtilegast að gefa jólagjafir sem ég hef gert sjálf og núna seinustu 2 vikur hef ég verið að prjóna föt til að gefa í jólagjafir.  Ég get mest prjónað á kvöldin og þá daga sem ég er ekki að vinna svo að það tekur mig fleiri en einn dag að klára lítil prjónastikki en ég hef gaman af þessu og það er líka bara svo róandi að sitja með handavinnunna í fanginu og dunda.  Það sem mér finst skemtilegast að gefa jólagjafir sem ég hef gert sjálf að þá finnst mér ég vera að gefa gjafir sem að koma frá hjartanu mér finst keiptar gjafir ekki eins spennandi og þær sem maður er búin að hafa fyrir að gera sjálfur enda hef ég alltaf heirt að bestu gjafirnar séu mjúku gjafirnar en ekki þær hörðu hversu mikið sé til í þessu veit ég ekki en vonandi eru fleiri en ég sem segja þetta og finnist þetta.

Hér sést hluti af vettlingum sem ég prjónaði og ætla mér að gefa í jólagjafir.

handavinna


tyggjó vandamál-húsráð

hverjir kannast ekki við það að börnin mans eða við sjálf hafi klínt tyggjói í föt og jafnvel að tyggjóið klístrist við mann og svo er maður í vandræðum að ná tyggjóinu úr flíkinnifrown en ég á eitt gott ráð við þessu og er það ráð sem virkar en tekur smá tíma að ná tyggjóinu af bæði flíkinnisvo það þarf að hafa þolinmæði fyrir þetta en þetta ráð er mjög einfalt og það er að nota uppþvottarlög.  Setjið uppþvottarlög á tyggjóblettinn og nuddið vél og í góðan tíma og best er að nota fingurnar því að þá er hægt að nota neglunar við að kroppa tyggjóið smátt og smátt í burtu, ég hafði smá pappír hjá mér þannig að ég gat tekið tyggjóið sem ég var búin að ná af flíkinni og setti í brefið sem ég henti svo þegar að ég var búin að ná öllu tyggjóinu í burtu, eftir að ég var búin að ná tyggjóinu þá skolaði ég uppþvottarlöginn úr flíkinni og setti hana síðan í þvottarvél.tyggjó í flíktyggjó í flíktyggjó í flík

Eins og sést á myndunum þá náði ég öllu tyggjói úr án þess að skemma flíkina og uppþvottarlögurinn rennur allur úr og litar ekki flíkina.


nýtt blogg

Hæ Jónfríður heiti ég og langar mig að prufa að blogga aftur en ég hef ekki bloggað í mörg ár, ég ætla mér að reina að hafa þetta blogg sem fjölbreittast bæði koma með smá úr mínu lífi það sem ég er að gera og koma með gömul og góð húsráð við ýmsum hlutum sem mér finnst virka.  Ég er einstæð móðir sem bý heima hjá foreldrum mínum og systkinum en stefnan er að geta komið sér í sitt eigið húsnæði með tímanum hvenær sem það verður, ég spila á nokkur hljóðfæri og reini að stunda hestamennsku eins mikið og ég get.  Ég starfa sem matráður á dvalarheimili en ég byrjaði í því starfi núna í júní 2016 en áður starfaði ég sem skólaliði í leikskóla en ég var búin að fá alveg nó af því starfi enda búin að starfa við leikskólan í 4 ágæt ár.

 

Helgin er búin að vera viðburðarík ég fór í smalamennskur á laugardaginn en leitinar gengu ágætlega þó svo að dagurinn hjá mér var pínu brösulegur ég var ekki á þægilegasta hestinum til þess að smala kjarrið þar sem að hann er skapvondur en þar sem að ég lenti í því að fara á vitlausum stað upp í kjarrinu þá lenti ég í ansi þykkur og miklu kjarri og til þess að toppa allt að þá komst ég ekki það sem að ég þurfti að komast þar sem að ég lenti einnig í því að standa fyrir neðan barð sem er hærra en ég með hestinn í taumi inn í miðju kjarri svo að ég þurfti að finna mér leið til baka og aðra leið út úr kjarrinu sem tókst með endanum en skapið á hestinum var ekki orðið skemmtilegt út af þessu veseni því að þegar að ég steig á bak og var varla komin í hnakkinn þá ákvað klárinn að hrekkja mig á versta stað og ég ekki komin alveg í hnakkinn eða búin að ná öðru ístaðinu en ég náði að halda mér og stoppa klárinn í hrekkjunum án þess að detta af baki.

Þegar að loksins var búið að smala þá var fjársafninu komið heim í rétt og byrjað að rétta en ég fór ekki í réttirnar sjálfar þar sem að ég fékk tak í bakið en ég ætla að vona að ég geti skroppið í næstu rétt sem er eftir hálfan mánuð en ég mun smala þá eins og núna þar sem að ég á frí aðra hverja helgi.  Ég ætla ekki hafa þetta neitt lengra núna en ég mun setja inn færssmölunlu aftur von bráðar.

því miður fæ ég ekki myndina til að snúa rétt svo að hún verður bara að vera svona.


Um bloggið

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir

Höfundur

Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Jónfríður Esther Friðjónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjálmhúfa
  • IMG 234889
  • P1050463
  • Álfagil
  • hvort er nú þrjóskara?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband